Impacts and dynamics of volcanically-generated jökulhlaups, Eyjafjallajökull, Iceland

Vinnustofa

Áhættustjórnun vegna flóðahættu og minnkun áhættu: Lærdómur af Eyjafjallajökli 2010

Dags.: Fimmtudagur 25. ágúst 2011, 08:30-17:30
Staðsetning: Veðurstofa Íslands, Bústaðavegur 7-9, 150 Reykjavík, Iceland

Markmið vinnustofu
Vinnustofan var skipulögð til að deila vísindalegri þekkingu um nýafstaðin jökulhlaup úr Eyjafjallajökli sem urðu vegna eldgosins árið 2010. Sér í lagi, voru kynntar fyrstu niðurstöður bresks verkefnis við Gígjökul, sem háskólinn í Newcastle stendur fyrir og er styrkt af Náttúru- og umhverfisrannsóknarstofnun Bretlands (e. Natural Environment Research Council). Fulltrúar stofnana sem takast á við áhættustjórnun og flóðavá voru hvattir til að mæta. Vísindalegur skilningur okkar á jökulhlaupum vegna eldgosa, var kannaður og ræddur með fyrirlestrum og óformlegum umræðum, til þess að aðstoða við forgangsröðun rannsókna. Þessi skýrsla dregur samanlykilatriði vinnustofunnar og tekur fyrir nokkrar upplýsingar um rannsóknarverkefnið sem voru grunnur að frekari umræðum.

09:00 - Opnunarræða og kynning á dagskrá

Vinnustofan var sett af Matthew Roberts frá Veðurstofu Íslands. Matthew gerði grein fyrir eðli rannsóknarinnar og vöktun á jökulhlaupum vegna eldgosa á Íslandi og útskýrði stuttlega framgang vinnustofunnar. Hann lagði áherslu á að eitt af lykilatriðum dagsins væri opna umræðan eftir hádegið, þar sem vonast var til að gerðar yrðu tillögur að framtíðar rannsóknum og áhættustjórnun. Hann gaf síðan Andrew Russle (frá Newcastle háskólanum) orðið, sem bauð þátttakendum að kynna sig (fyrir nánari upplýsingar, sjá lokin á þessari skýrslu).

09:15 - Jökulhlaup frá Eyjafjallajökli: athuganir og innsýn
Vinnustofan hófst á fyrirlestri Matthew Roberts (VÍ) sem bar titilinn ‘Gosið í Eyjafjallajökli í apríl 2010: Jökulhlaup og tilheyrandi vár’. Fyrirlesturinn hófst með yfirliti yfir apríl gosið árið 2010 í Eyjafjallajökli, þar sem gosskeiðin þrjú voru útskýrð – gos undir jökli, svo freatískt-hraungos og síðan áframhaldandi hraunflæði sem olli síendurteknum flóðum. Fyrirlesturinn hans Matthew einblíndi á fyrstu 60 klst. af 39 daga eldvirkninni, með áherslu á jökulhlaup vegna eldgosa. Lykilatriði fyrirlestursins voru tímasetning og stærð flóðanna. Staðsetningar vöktunarstöðva VÍ voru sýndar og lýst var aðstæðum við Gígjökul og lónsins fyrir gos. Lagt var áherslu á að bratti Gígjökuls var lykilatriði í atburðunum sem fylgdi. Röð jökulhlaupa urðu norðan og sunnan Eyjafjallajökuls á meðan á gosinu stóð. Snemma morgun þann 14. apríl kom stórt jökulhlaup úr Gígjökli og myndaði ísgil þegar vatnið flæddi undan ísnum og upp á yfirborð jökulsins. Mælingar sýna að vatnshiti lækkaði og leiðni jókst sem er talið vera vegna þess að flóðið ýtti vatninu úr lóninu sem var fyrir framan jökulsporðinn. Hraði einkenndi flóðið og náði það hámarksrennsli mjög fljótt og farvegurinn breikkaði og dýpkaði einnig hratt. Meðalrennsli var talið vera 1,3 ms-1. Flóð varð einnig á yfirborði jökulsins sunnan við eldsupptökin og myndaði 3 km langan skurð í ísinn og kaffærði Núpakotsdal og innihélt mikið magn af seti og ísjökum. Síðari aukning í gosstyrk olli endurteknum jökulhlaupum frá Gígjökli sem kaffærðu Markarfljót. Þessi flóð einkenndust af tímabundinni rennslisaukningu milli þess sem afrennslishraðinn var mjög lítill.

Að kvöldi 15. apríls flæddi jökulhlaup upp á yfirborð Gígjökuls og rýma varð byggð svæði á Markarfljótssvæðinu. Jökulhlaupið var setmikið, hlaðið moluðum jökulís og einkenndist af seigfljótandi, yfirborðssléttum, ójöfnum flóðfaldi sem fór fram á 4 ms-1 og náði yfir allan Markarfljótsdalinn. Eftir á fylgdi ólgumeira flæði sem bendir til þess að flóðfaldur jökulhlaupsins hafi verið eðjuflóð. Mælingar neðar í ánni voru notaðar til að finna út tímalengd flóðsins. Jökulhlaupið sem varð þann 15. apríl var snöggt og rénaði innan við klukkustund. Fyrirlesarinn gat sér til um eðli eðjuflóðsins þann 15. apríl. Það er möguleiki að ís hafi verið fastur í farvegi flóðsins eða að vatn hafi verið fast og hafi síðan flætt fram þegar öskustífla brast. Eðli flóðsins var borið saman við önnur flóð sem innihéldu ís og flæddu niður bratta farvegi (t.d. Öræfajökull, Mount Redoubt í Alaska og Nevado del Ruiz í Andesfjöllunum í Kólumbíu).

Í fyrirlestrinum var því lýst hvernig breytingar voru gerðar á þjóðvegi landsins til þess að beina flóðinu frá brúnni yfir Markarfljót í þeim tilgangi að vernda hana. Fyrsta jökulhlaupið frá Gígjökli sem náði hámarki 5 klst. síðar skemmdi hluta af veginum. Matthew nefndi einnig þá erfiðleika við að meta hámarksrennsli slíkra flóða og dró saman þau atriði sem þar af leiðandi flækja hönnun mannvirkja sökum þess hve erfitt er að fá áreiðanleg gögn. Fyrirlestrinum lauk með samanburði á eðli jökulhlaupanna frá 14. og 15. apríl.

Nokkur atriði voru rædd eftir þennan fyrirlestur:

 • Erfiðleikarnir við að fá góðar hámarksrennslismælingar eru ennþá eitt af helstu vandamálum í flóðarannsóknum. Vegna eðli þessara flóða þá er það lykilatriðið sem takast þarf á við.
 • Vandamálin við að meta hámarksrennsli hafa áhrif á hönnun mannvirkja sem eiga að þola flóð (t.d. brýr) og flóðavarnir (t.d. varnargarðar og varnarveggir).
 • Flóðaferli eins og rof á farvegi og framburður sets gera erfitt fyrir að mæla nákvæma flóðahæð og raunverulegar breytingar á árkerfi.
 • Jökulhlaupið þann 15. apríl var ísihlaðið. Samt sem áður skildi ísinn ekki eftir mikil för. Það gerir erfitt fyrir þegar á að bera saman svipaða atburði út frá setfræði flóðanna.
 • Það þarf að rannsaka betur ferli vatns í jöklum sem og þegar það flæðir í gegnum jökla – til að mynda er mögulegt að vatn gæti hafa flætt út um fallna pytti þegar vökvaþrýstingur jókst við bráðnun jökulíssins í Eyjafjallajökli. Farvegir flóðvatns í og undir jökli eru lykilþættir í stjórnun þess hvar flóðavatn brýst fram úr jöklum og þar af leiðandi á farvegum jökulhlaupa á yfirborði.
 • Atriði eins og mælingar og spár um jökulhlaupin frá Eyjafjallajökli voru rædd og voru margir þátttakendur sem lögðu áherslu á að oft er einfaldast og árangursríkast að senda manneskju til mælinga sem getur þá sent áfram rauntíma upplýsingar um flóðamælingar sem væri þá hægt að nota við neyðaráætlanir.

Eftir fyrirlesturinn hans Matthew hélt Andy Russell (frá Newcastle háskóla) stutta tölu um NERC verkefnið ‘Áhrif og ferli jökulhlaupa vegna eldgosa, Eyjafjallajökull, Ísland’. Hann útskýrði hversu einstakt tækifæri það var að afla gagnanna bæði fyrir og eftir flóðin á mismunandi stöðum í kringum Eyjafjallajökul. Hann lýsti rannsóknarvinnunni sem átti sér stað á meðan eldgosinu stóð og eftir að því lauk og lagði áherslu á söfnun gagna áður en rof og framburður eyðileggja mikilvæg gögn sem gætu nýst við að meta einkenni flóðanna. (Frekari upplýsingar um verkefnið og verkefnahópinn er að finna á þessari vefsíðu).

Andy hélt síðan fyrirlesturinn ‘Áhrif og ferli jökulhlaupa vegna eldgosa í eldgosinu í Eyjafjallajökli 2010, Íslandi’. Fyrirlesturinn fjallaði um setfræðileg áhrif flóðanna 14. og 15. apríl á lón Gígjökuls og árkerfi Markarfljóts. Lagt var áherslu á að flóðin þann 14. og 15. apríl voru röð af jökulhlaupum á einum stað. Enn og aftur var beint athygli að landslaginu við Gígjökul fyrir flóðin til að benda á sambandið milli jökulsins og lónsins fyrir neðan. Síðan var fjallað um áhrif vatns, íss og sets á það kerfi sem afleiðing flóðsins vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Jökulhlaupið þann 14. apríl einkenndist af ólgandi vökvaflæði og flóðið jókst á veldisvísu. Flóðvatnið olli 4 m hækkun á hæð lónsins við Gígjökul og 15 m rofi á farvegi vatnsins í Markarfljót. Setmyndanir frá flóðinu voru allar staðsettar fyrir neðan vel skilgreind flóðamörkin og samanstóðu af illa aðgreindum sandi og möl. Flóðið 15. apríl innihélt mikið magn íss og sets. Það gerði göt í varnargarða og flæddi yfir setmyndanir frá fyrra flóðinu 14. apríl og einkenndist af blaðlaga formi. Vatnsrákir mynduðust í setinu eftir á sem bendir til að vatn hafi lekið út úr ísþykku flæðinu. Setmyndanirnar náðu ekki yfir eins mikið svæði og þau í flóðinu frá 14. apríl sem gerði það að verkum að hægt var að skilgreina þau í sundur.

Fyrirlesturinn lagði áherslu á að setið væri enn í greiningarferlinu en að ljóst væri að jökulhlaupin frá 14. og 15. apríl hefðu mjög mismunandi landmótunarfræðileg og setfræðileg áhrif sem endurspeglaði mismunandi flæði þeirra. Aftur var lagt áherslu að röð jökulhlaupa átti sér stað á sama svæðinu á meðan gosinu stóð. Rof og setmyndun á meðan á röð jökulhlaupanna átti sér stað var flókin sökum fjölda jökulhlaupanna og það flækir setrannsóknirnar. Setmyndanir sem innihalda mikið magn íss eins og frá jökulhlaupinu þann 15. apríl hafa hingað til einungis verið rannsakaðar út frá setlögum en þær hafa ekki sést með berum augum áður á Íslandi þegar eldgos á sér stað. Fjölbreytileg einkenni mismunandi jökulhlaupa og áhrifa þeirra frá sama eldgosinu gerir áhættustjórnun eldgosa- og jökulváa og túlkun á setlögum erfiðara fyrir.

Nokkur atriði voru rædd eftir þennan fyrirlestur:

 • Röð jökulhlaupa á sama staðnum gerir stjórnun erfiðara fyrir, sérstaklega þegar flóðin hafa mismunandi eiginleika.
 • Hið flókna eðli rofs og setmyndunar (vegna fjölda flóða frá sama eldgosi) flækir túlkun setlaganna.
 • Hörfun jökla veldur oft myndun lóna í forgrunni jökla þar sem setmyndanir verða. Þessar setmyndanir geta svo flust til við síðari atburði. Það varð til þess að þátttakendur veltu fyrir sér ferlinu við langtímabreytingar á landslagi er set fer í hringrás.
 • Áhrif tímabundinnar geymslu sets á lónsbotninum voru rædd og samanburður milli jökulhlaupanna frá Eyjafjallajökli árið 2010 og jökulhlaupanna á Skeiðarársandi frá 1996 var ræddur.
 • Samanburður var gerður á setmyndunum frá jökulhlaupinu úr Eyjafjallajökli þann 15. apríl og setmyndunum frá Kotáárkeilunni og eldri Skógarárkeilum á Íslandi.

Stuart Dunnin (frá Northumbria Háskóla) hélt fyrirlesturinn ‘Leysimælingar af landslagi’ (e. Terrestrial Laser Scanning). Áherslan var á rannsóknina sem var gerð á dældinni fyrir framan Gígjökul og var hluti af NERC verkefninu ‘Áhrif og ferli jökulhlaupa vegna eldgosa, Eyjafjallajökull, Íslandi’. Stuart útskýrði stuttlega fyrir þátttakendum hvernig rannsóknir með Leysimælingum af landslagi færu fram og lýsti kostum og göllum þessarar tækni. Sá möguleiki að geta safnað gögnum í hárri upplausn (t.d. 11.000 mælipunktar á sekúndu) með 360° hringskönnun á afar litlum tíma nýtist ekki sem skyldi þar sem ákveðin atriði (t.d. regndropar sem valda endurkasti leysigeislans) trufla skönnunina og einnig var mikið af hlutum með litlum halla í umhverfinu (leysigeislinn kastast betur af hlutum sem hafa mikinn halla). Síðan voru sumar niðurstöður verkefnisins kynntar. Leysimælingar af landslaginu sem var safnað fyrir og eftir jökulhlaupin sem flæddu yfir Gígjökuldældina voru notaðar til að búa til landlíkön til að ákvarða landmótunarlega breytingu á dældinni, sérstaklega í tengslum við setmyndun og hallabreytingar. Fyrstu niðurstöður benda til að jökulhlaupin hafi valdið 70 m hækkun á lónsbotninum fyrir framan jökulsporðinn en 15 m lækkun við útfallið. Niðurstöðurnar benda einnig til að það magn sets í dældinni hafi verið 200.000 m3. Það sem er enn óljóst er hversu mikið af því sé jökulís. Vinna með ratsjá í ágúst 2011 gæti varpað ljósi á það.

Nokkur atriði voru rædd eftir þennan fyrirlestur:

 • Möguleikar á notkun leysimælinga af landslagi voru ræddir ásamt atriðum sem gætu hjálpað við vöktun á þróun setmyndunar í dældum.
 • Mat á setgeymslum á mismunandi stöðum? Möguleikar á að nota kornastærðargögn betur?
 • Umræða kom upp hvort hægt væri að nota leysimælingar af landslagi í framtíðinni til að fylgjast með þróun og framgangi flóða þegar þau eiga sér stað.
 • Fyllingarefnið í dældinni skildi eftir sig bratt yfirborð sem komandi jökulhlaup munu flæða hratt yfir eða flyst efnið með næsta flóði?
 • Áhrif setmyndunar vegna jökulhlaupa voru rædd aftur, sérstaklega flutningur sets frá Eyjafjallajökli í vestur, suðvesturátt og niður til sjávarsíðunnar.
 • Jaðar Gígjökuls ákvörðuðu farvegi flóðvatnsins í apríl hlaupunum árið 2010 og rætt var að hvaða leiti aðrir jöklar ákvarða farvegi flóða. Þetta vakti umræðu um að jöklar með sanda í forgrunni þurfa heilrænt mat til þess að hægt sé að skilja fullkomlega farvegi flóðvatna, tímasetningu og til þess að geta veitt þýðingarmiklar upplýsingar um þessi atriði til þeirra stofnanna sem sjá um slíka atburði.

12:30 - Jökulhlaup vegna eldgosa: dæmi frá Íslandi og Nýja Sjálandi

Eftir hádegismat gaf Andy Russell (frá Newcastle háskóla) stuttan fyrirlestur um líkanagerð á öðrum kerfum sem var gerð sem hluti af rannsókninni. Ætlunin er að nota gögnin og setrannsóknirnar frá Gígjökli til að prófa getu nokkra tvívíðra vökvamódela til að spá fyrir um útbreiðslu jökulhlaupa með mismunandi flæði. Andy gat lýst helstu lykilatriðum rannsóknarinnar þó að líkanagerðinni sé ekki lokið. Rannsóknin mun reyna að tengja saman setflutning og vökvafræði flóðanna til þess að gera líkan af dýpi rofs og landslagsbreytingum og mun bera saman tvær mismunandi líkanaaðferðir. Sérstaklega er áhugi á að sjá hversu vel líkönin geta hermt eftir þróun flóða í sambandi við set og samband flæðis og árbotnsins. Fyrirlesturinn tók saman atriði úr rannsóknum á flóðum frá Mount Ruapehu á Nýja Sjálandi. Kerfið þar er mjög einangrað (miðað við Markarfljótskerfið).

Þetta var síðasti formlegi fyrirlesturinn og var grunnurinn að viðameiri umræðum eftir hádegið.

13:00 Umræður: Stjórnun vatnaváa við Eyjafjallajökul og þættir tengdir vöktun stjórnun jökulhlaupa
Tíminn eftir hádegi í vinnustofunni veitti tækifæri til umræðna um lykilatriði í miðlun vísindalegrar þekkingar á jökulhlaupunum úr Eyjafjallajökli sem fyrirlestrarnir fyrir hádegið fjölluðu um. Þessi tími byggðist á innlöggum frá fulltrúum stofnanna sem sjá um stjórnun og skipulag vegna jökulhlaupváa. Þessi umræða víkkaði og fjallað var um forgang rannsókna hjá sérfræðingum sem eru ábyrgir fyrir stjórnun áhrifum jökulhlaupa á fólk og innviði. Þessi hluti skýrslunnar dregur saman helstu atriði umræðanna.

 • Þátttakendur voru sammála um að mæling og spá um hámarksrennsli jökulhlaupa er enn lykilatriðið og er mikilvægt í árangursríkri skipulagningu vegna flóðasvæða.
 • Fulltrúar frá Vegagerðinni staðfestu að frá þeirra sjónarhorni þurfa spár að innihalda grundvallarupplýsingar um farvegi flóða, stærð flóða, rennslis- og útbreiðsluhraða, mögulegt umfang flóðanna og mögulegt setinnihald flæðisins.
 • Út frá reynslunni vegna flóðanna við Eyjafjallajökul þann 15. apríl, ræddu þátttakendur vinnustofunnar möguleikann á að gera göt í varnargarða til þess að reyna að stjórna betur farvegum flóða og áhrifum þess.
 • Það var umræða um aðlögun að aðstæðum eftir flóð. Það var stungið upp á að kerfi eins og Markarfljótið gæti verið notað til að reikna út möguleg áhrif flóðanna, ári eftir atburðina, með því að nota gögn frá Veðurstofu Íslands.
 • Vinnustofuþátttakendur bentu á mikilvægi breytinga vegna hörfandi jökulsporðs. Hreyfingar og ferli við hörfandi jökulsporð hafa áhrif á farvegi flóða. Það var talið að jöklafræðin í þessu samhengi væri samtengd flóðaspám. Nokkrir þátttakendur lögðu áherslu á að það er áríðandi að skoða jökulinn og sandinn sem samtengd kerfi. Einnig var lagt áherslu á að þau kerfi sem koma af stað jökulhlaupum eru lykilatriði í að skilja farvegi þeirra og að landslagsþættir spila mikilvægt hlutverk í eiginleikum jökulhlaupa.
 • Langtímaáhrif setmyndunar voru rædd til lengdar. Það hefur mikil áhrif á stjórnun og viðbrögð við flóðum þegar árkerfi sem hafa orðið fyrir mikilli setmyndun í jökulhlaupum geta þar af leiðandi tekið við minna vatni í næsta flóði og flæðir þá yfir áður þurr svæði mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. Tíminn milli flóða er mikilvæg breyta í aðlögun kerfa og hefur þar af leiðandi afleiðingar fyrir endurgerðir á hegðun flóða.
 • Rýming fólks af Markarfljótssvæðinu vegna jökulhlaupanna úr Eyjafjallajökli árið 2010 er talin hafa tekist vel ásamt skjótum viðbrögðum yfirvalda í að hindra skemmdir á þjóðveginum. Þátttakendur vinnustofunnar snéru athygli sinni þá að möguleikunum á stærri jökulhlaupum vegna eldgosa en atvikið við Múlakvísl (júlí 2011) og eyðilegging brúarinnar vakti upp þá umræðu. Það var fallist á að sum atvik (t.d. stórt Kötlugos) þar sem viðbrögð til að minnka skemmdir á mannvirkjum væru að mestu árangurslausar og rýming fólks af svæðinu væri ofar öllu.
 • Fulltrúar frá Vegagerðinni bentu á að það væri mjög nytsamlegt fyrir skipulagningu vega og tengdar framkvæmdir að fá meiri upplýsingar um mismunandi tegundir flæðis. Til dæmis væri nytsamlegt að fá meiri upplýsingar um hegðun mismunandi flæðis, eðlismassa efnisins, magn ís í flæðinu o.s.frv.
 • Það kom upp umræða um mikilvægi samræmdra rauntíma gagna í skipulagningu vegna jökulhlaupa. Fulltrúar Veðurstofu Íslands bentu á mikilvægi jarðskjálftamælinga í vöktun og spám um jökulhlaup vegna eldgosa. Bent var á að ísinn titrar þegar flóðvatn ferðast í gegnum hann (ísskjálftar) og sameining upplýsinga um þessa skjálftavirkni og upplýsingar um hæð áa geta verið nýttar við að veita viðvaranir. Þessi umræða tók einnig til tilraunanotkun á varanlegum GPS tækjum til að mæla jökulhækkun, veðurfræðilegum þáttum, leiðni og gasvöktun (sérstaklega vetnissúlfíð) til að bæta skipulagningu í kringum árkerfi vegna jökulhlaupa.
 • Það varð nokkur umræða um fjölda upplýsinga sem standa nú til boða og hverjir hefðu aðgang að þeim upplýsingum. Það er þekkt að mismunandi hagsmunaaðilar þurfa mismunandi upplýsingar og er mikilvægt að veita upplýsingar á nothæfu formi. Til er gríðarlegt magn af gögnum og væri vefsíða sem gæfi áreiðanlegar rauntíma upplýsingar leiðin sem myndi skila árangri. Nokkrir bentu á að vefsíða Veðurstofunnar fékk mikinn fjölda heimsókna á meðan á Eyjafjallajökulsgosinu stóð og þá staðreynd að þær upplýsingar voru taldar mjög áreiðanlegar og traustar um upplýsingar um atburðinn. Einnig voru allir sammála að upplýsingar um heimsóknir á vefsíðum geta verið nytsamlegar í upplýsingagjöf um vár.
 • Sum árkerfi verða fyrir endurteknum jökulhlaupum gætu talist síhættusvæði. Viðbragðshraði er mismunandi fyrir mismunandi kerfi og þátttakendur ræddu vandamálið við að öðlast þá þekkingu sem þarf til að gera traustar ákvarðanir um útgáfu flóðaviðvarana og rýmingarskipanna.
 • Það var álit allra að tækniframfarir veita tækifæri í skipulagningu váa. Það varð umræða um hvernig ætti að koma upplýsingum um flóðavár á framfæri og um notkun tækninnar í að vara almenning við vám. Notkun SMS skilaboða til að vara fólk við sem er á ferðinni (t.d. ferðamenn) við flóðahættu var stuttlega rædd.
  • Árni Snorrason veðurstofustjóri ávarpaði vinnustofuna rétt fyrir lok hennar um eftirmiðdegið. Ásamt því að tala um atburði vegna Eyjafjallajökulsgossins árið 2010, nefndi hann einnig flóðið frá Sólheimajökli árið 1999, og flóðið á Skeiðarársandi árið 1996 og flóðið í Múlakvísl árið 2011 og ræddi nokkur af þeim atriðum í tengslum við vöktun og skipulagningu vegna jökulhlaupa sökum eldgosa. Þessir atburðir hafa hvatt stjórnvöld til að veita fjármögnun í yfirgripsmikla samvinnurannsókn sem rannsakendur, stofnanir sem sjá um vöktun og skipulagningu og aðrir hagsmunaaðilar taka þátt í. Þetta mun verða framlag til undirbúnings vegna flóðatilskipunnar Evrópusambandsins.

Workshop participants and contact details

Veðurstofa Íslands:
Árni Snorrason arni.snorrason@vedur.is
Bergur Einarsson bergur@vedur.is
Esther H. Jensen esther@vedur.is
Jórunn Harðardóttir jorunn@vedur.is
Matthew J. Roberts matthew@vedur.is
Sveinn Brynjolfsson sveinnbr@vedur.is
Þorsteinn Þorsteinsson thor@vedur.is
Gunnar Sigurðsson gs@vedur.is
Vegagerðin:
Einar Pálsson einar.palsson@vegagerdin.is
Rögnvaldur Gunnarsson rognvaldur.gunnarsson@vegagerdin.is
Jarðvísindadeild Háskóla Íslands:
Björn Oddsson bjornod@hi.is
Málfríður Ómarsdóttir mao1@hi.is
Jarðfræðistofunni:
Óskar Knudsen knudsenoskar@gmail.com
Newcastle University:
Andrew J. Russell andy.russell@newcastle.ac.uk
Andrew R. G. Large a.r.g.large@newcastle.ac.uk
Anne-Sophie Meriaux a.s.meriaux@newcastle.ac.uk
Staffordshire University:
Fiona S. Tweed f.s.tweed@staffs.ac.uk
Timothy D. Harris t.d.harris@staffs.ac.uk
Alice Dewey
Kirsty Price
Helen Hargreaves
University of Northumbria:
Stuart Dunning stuart.dunning@northumbria.ac.uk

You are viewing the text version of this site.

To view the full version please install the Adobe Flash Player and ensure your web browser has JavaScript enabled.

Need help? check the requirements page.


Get Flash Player