Impacts and dynamics of volcanically-generated jökulhlaups, Eyjafjallajokull, Iceland

Aðalrannsakandinn Andy Russell er prófessor í eðlisrænni landfræði við háskólann í Newcastle. Andy hefur 25 ára reynslu af rannsóknum á land- og setmótunarfræðilegum áhrifum flóða á Íslandi, Grænlandi og Bretlandi. Á síðustu 14 árum hefur hann stjórnað 25 rannsóknarverkefnum á Íslandi. Hann er sérfræðingur í áhrifum jökulhlaupa á íslensk árkerfi fyrir framan jökla. Sérfræðikunnátta hans í að rannsaka land- og setmótunarfræðileg áhrif á jökulhlaup nýtist vel í rannsóknarverkefninu. Rannsóknarverkefnin hans Andy sem NERC hefur styrkt (GR3/10960 og GR3/12969) um áhrif jökulhlaupanna í nóvember 1996 úr Skeiðarárjökli og í júlí 1999 úr Sólheimajökli hafa leitt af sér mjög nákvæm líkön af áhrifum flóða. Hann var nýlega verkefnisstjóri í NERC ARSF styrktu rannsóknarverkefni um landslagsbreytingar við jökuljaðra og árkerfisbreytingar í forgrunni Skeiðarárjökuls vegna jökulhörfunar (IPY07/13). Andy vann einnig að NERC styrktu rannsóknarverkefni um áhrif flóðanna í norðaustur Englandi í september 2008 (NE/G011141/1) og vinnur núna að tveimur NERC verkefnum um áhrif flóðanna árið 2009 í Cumbria, Englandi (NE/H025189/1) og um tímatal jökulhörfunar á seinnihluta síðustu Ísaldar og Nútíma, á norðausturhluta Íslands (NE/I016058/1).

Vefpóstur: andy.russell@ncl.ac.uk
Sími: +44 (0)191 208 6951
http://www.ncl.ac.uk/gps/staff/profile/andy.russell

Dr. Jonathan Carrivick er dósent í eðlisrænni landfræði við háskólann í Leeds. Hann hefur 9 ára rannsóknarreynslu af jökulhlaupum á Íslandi og á Nýja Sjálandi, þar með talið flóðmyndanir, tilraunagerð af flóðferlalíkönum og tölulegum straumfræðilíkönum. Í rannsóknum sínum hefur hann lagt áherslu á að skilja landmótunarfræðileg áhrif flóða. Hingað til hafa rannsóknir hans hlotið NERC NI rannsóknarstyrk (NE/F000235/1), tvö LiDAR flug og gagnavinnslu (í gegnum NERC ARSF verðlaun og EUFAR TransNational styrk), styrk frá Konunglegu Vísindaakademíunni til að rannsaka setmikil jökulhlaup við eldfjallið Ruapehu, Nýja Sjálandi og núna síðast RGS Peter Fleming verðlaunin. Jonathan vinnur einnig að verkefni sem fékk NERC AFI styrk (NE/F012896/1).

Tölvupóstur: j.l.carrivick@leeds.ac.uk
Sími: +44 (0)113 34 33324
http://www.geog.leeds.ac.uk/people/j.carrivick/

Dr. Stuart Dunning er dósent í eðlisrænni landfræði við Northumbria háskólann og sérhæfir sig í notkun nýstárlegrar tækni í vöktun og líkanagerð til að meta landslagsbreytingar. Í rannsóknum sínum notar hann og þróar landslagsleysitæknimælingar (e. terrestrial laser scanning techniques) til að ákvarða og meta hraða og ferli landmótunarlegra breytinga í fjalllendi. Hann hefur víðtæka reynslu í rannsóknum á breytingum eftir flóð (t.d. SRG01/092009, NE/H025189/1).

Tölvupóstur: stuart.dunning@unn.ac.uk
Sími: +44 (0)191 227 3819
https://www.northumbria.ac.uk/about-us/our-staff/d/stuart-dunning/

Dr. Robert Duller er nýdoktor í rannsóknum á djúpsjávarsetkerfum við Liverpool háskóla. Rob er jarðvísindamaður sem er sérhæfður í setmyndunarferlum og setjarðfræði. Í rannsóknum sínum leggur hann áherslu á jarðlagafræði og fornjarðmótunarleiðarlög til að mæla og skilja ferlin sem stjórna þróun setmyndunarkerfa og setmyndanna. Árið 2007 fékk hann doktorsgráðu frá Keele háskóla um setmyndunarferli í tengslum við jökulhlaup með eldgosaframburði á Mýrdalssandi á Suðurlandi. Hann hefur einnig verið nýdoktor við CASP (Cambridge) og Imperial College við háskólann í London.

Tölvupóstur: Robert.Duller@liverpool.ac.uk 
http://www.liv.ac.uk/environmental-sciences/staff/robert-duller/research/

Dr. Andrew Large er dósent í eðlisrænni landfræði við háskólann í Newcastle. Síðustu 20 árin hefur hann rannsakað land- og setmótunarfræðileg áhrif flóða og hefur gríðarmikla reynslu í að safna veigamiklum / mikilvægum gögnum á skömmum tíma eftir stórflóð. Hann hefur hlotið NERC styrki fyrir rannsóknir á endurgerð stórflóðarennsla vegna fellibyla í Suður Afríku og fjóra NERC ARSF styrki fyrir LiDAR vinnu (River Coquet, UK, 2006 og 2008, River Derwent, UK, 2009 og suðausturhluta Íslands, 2007)). Andy var aðalrannsakandi í NERC styrktu verkefni ((NE/G011141/1) um áhrif september flóðanna árið 2008 í norðaustur Englandi og vinnur núna að NERC styrktu verkefni um áhrif flóðanna í Cumbria í Bretlandi árið 2009 (NE/H025189/1).

Tölvupóstur: andy.large@ncl.ac.uk
Sími: +44 (0) 191 222 6342
http://www.ncl.ac.uk/gps/staff/profile/andy.large

Prof. Qiuhua Liang er lektor í straumfræði á byggingarverkfræði- og jarðvísindasviði háskólans í Newcastle. Rannsóknaráhugasvið hans eru aðallega reiknileg straumfræði, flóðaendurgerðir og líkanagerð af stíflu- og flóðgarðsbrestum sem gera einnig ráð fyrir mengunarvöldum, setburði og hvikulu aðstreymi. Síðan 2004 hefur hann birt yfir 30 ritrýndar greinar í helstu alþjóðatímaritum heims. Framlög hans til endurgerðar á grunnu flæði yfir flókin og áður þurr svæði hafa verið mjög mikilvæg. Hann er vel þekktur alþjóðlega, meðal þeirra sem vinna að gerð straumfræðilíkana, fyrir vinnu sína á rannsóknaráhugasviðunum sínum. Hann er með einkaleyfi á tveimur hugbúnaðarforritum um reiknilega straumfræði. Hann fékk nýlega EPSRC styrk til að vinna að hermi fyrir mismunandi stærð flóða.

Tölvupóstur: qiuhua.liang@ncl.ac.uk
Sími: +44 (0)191 222 6413
http://www.ncl.ac.uk/ceg/staff/profile/qiuhua.liang

Dr. Anne-Sophie Mériaux er dósent í eðlisrænni landfræði við háskólann í Newcastle. Árið 2004 fékk hún “Young Fellow” verðlaunin við IGGP háskólann í Kaliforníu fyrir “framúrskarandi framlag til skilnings á jarðhniki í Asíu og þróun tímatalsformfræði”. Hún hefur stundað megindlegar rannsóknir á tektónískri landmótunarfræði Tíbets, Ameríku og síðan 2008, Íslands. Anne-Sophie hefur 13 ára reynslu af kortlagningu á virkum jarðhnikssvæðum, kortlagningu á jökla- og árlandsmótun út frá gervitunglamyndum, loftmyndum og feltrannsóknum með notkun alstöðvar og dGPS tækja.

Tölvupóstur: anne-sophie.meriaux@ncl.ac.uk
Sími:+44 (0) 191 222 8939
http://www.ncl.ac.uk/gps/staff/profile/anne-sophie.meriaux

Málfríður Ómarsdóttir hefur B.Sc. gráðu í landfræði frá Háskóla Íslands og lauk nýlega Mastersnámi í Umhverfis- og auðlindafræði, þar sem hún útskrifaðist úr Jarðvísindadeild. Í náminu lagði hún áherslu á jökla- og loftlagsbreytingar. Mastersritgerð hennar var um tengsl jökulsporðabreytinga og loftlagsbreytinga á Hofsjökli. Málfríður þýddi hluta af vefsíðu Veðurstofu Íslands yfir á ensku og hefur unnið ýmsar vísindatengdar þýðingar frá íslensku yfir á ensku og öfugt. Hún hefur einnig stundað nám í jöklajarðfræði.

Tölvupóstur:
 mao1@hi.is

Dr. Matthew Roberts er jöklafræðingur og verkefnisstjóri vatnaváreftirlits á Eftirlits- og spásviði Veðurstofu Íslands. Hann hefur 12 ára reynslu í rannsóknum á jökulhlaupum og áhrifum þeirra og hefur skrifað fjölmargar rannsóknargreinar í jöklafræði, jarðskjálftafræði og eldfjallafræði. Hann hefur margra ára reynslu af sívöktun á jarðskjálfta- og eldgosavám á Íslandi. Matthew er tengiliður fyrir ísskjálftamælingar vegna jökulhlaupa og sér um rekstur stafræns þenslumælikerfis sex borhola sem staðsettar eru á suðvesturhluta landsins. Þessi tæki veita samfelldar mælingar á aflögun jarðskorpunnar í mikilli upplausn og eru aðallega notaðar til að spá fyrir um eldgos, eins og gosið í Eyjafjallajökli. Matthew hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum rannsóknarverkefnum á Mýrdalsjökli og Vatnajökli.

Tölvupóstur: matthew@vedur.is
Sími: + 354 522 6126
http://en.vedur.is/about-imo/employees/persona/59/fyrirtaeki/1

Fiona Tweed er prófessor í eðlisrænni landfræði við landræðideild Staffordshire háskólans. Helstu rannsóknarsvið Fiona eru jökla- og landmótunarvár. Fiona er þekkt fyrir sérfræðikunnáttu sína á tilurð jökulhlaupa, þróun og hegðun ísstíflulóna, jökulhlaupferla og flóðatengd áhrif þeirra. Hún hefur yfir 20 ára reynslu af rannsóknum á jökulhlaupum á Íslandi þar sem hún hefur einnig leitt 16 rannsóknarleiðangra. Fiona hefur ásamt Andy Russell, leitt NERC styrkt verkefni um áhrif jökulhlaupsins í Sólheimajökli í júlí 1999 (GR3/12969). Fiona vinnur einnig að rannsóknarverkefni um náttúruvá, áhættu og tjónnæmi sem styrkt eru af Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins (FP6 og FP7). Hún er í ritstjórn vísindatímaritsins ‘Jökull’ og er afar reyndur ritdómari fyrir Framkvæmdarstjórn Evrópusambandið (e. European Commission) og Evrópsku rannsóknarstofnunina (e. European Science Foundation), verið í stjórn í alþjóðlegum verkefnum og er reyndur ráðgjafi óháðra stofnana og alþjóðlegra rannsóknarnefnda.

Tölvupóstur: F.S.Tweed@staffs.ac.uk
Sími: + 44 (0)1782 294113
http://www.staffs.ac.uk/staff/profiles/ft1.jsp

AR
JC
SD
RD
AL
Dr Liang
ASM
frioa
MR
ftweed

You are viewing the text version of this site.

To view the full version please install the Adobe Flash Player and ensure your web browser has JavaScript enabled.

Need help? check the requirements page.


Get Flash Player