Impacts and dynamics of volcanically-generated jökulhlaups, Eyjafjallajökull, Iceland

Markmið og Takmörk

Markmið:

Verkefnið okkar miðar að því auka skilning á áhrifum og ferlum jökulhlaupa sem verða vegna eldgosa undir jökli. Til þess notum við gögn sem safnað var, eftir jökulhlaupið á Gígjökulssvæðinu og við Markarfljót, og berum saman við þrívíðar leysimælingar (e. Terrestrial Laser Scanned: TLS) af landslaginu sem gerðar voru fyrir jökulhlaupið frá 9.-16. mars. Við höfum þar af leiðandi, áður óþekkt og einstakt tækifæri til að i) nákvæmlega mæla land- og setmótunarfræðileg einkenni nokkurra jökulhlaupa í röð og ii) nota þau gögn til að upplýsa og staðfesta skilning okkar um straumfræðileg einkenni nokkurra jökulhlaupa í röð sem verða sökum eldgosa og geta haft land- og setmótunarfræðileg áhrif á dalar stærðarkvarða.

Sérstök takmörk:

(1) Gerð fljótvirkrar, greinarskrár af tafarlausum land- og setmótunarfræðilegum áhrifum jökulhlaupa sökum eldgosa, á árkerfi umhverfis Eyjafjallajökul.

(2) Landslagsfræðileg rannsókn og greining á flóðförum og þversniðum flóðfarvega til að ákvarða hámarksrennsli flóðtoppa og straumfræði.

(3) Ákvörðun á landslagsbreytingu með landlíkönum sem gerð voru með leysimælingum fyrir og eftir jökulhlaup.

(4) Samþætting á flóðhæðar- og flóðfarsmælingum frá samstarfsaðila verkefnisins, Veðurstofu Íslands, og gögnum sem unnin voru í takmarki (2), til að sannreyna hæfni tvívíðra straumfræðilíkana til að spá fyrir um útbreiðslu jökulhlaupa með mismunandi flæðieiginleika.

(5) Með tilvísun í takmörk 1-4 hér að ofan, vinna með samstarfsaðilum verkefnisins (Matthew Roberts og Fiona Tweed) og hagsmunaaðilum í að auka skilning á þessum nýafstöðnu jökulhlaupum og nýta þá þekkingu í framtíðarskipulag á málum tengd jökulhlaupum vegna eldgosa.

Eyjafallajokull B

You are viewing the text version of this site.

To view the full version please install the Adobe Flash Player and ensure your web browser has JavaScript enabled.

Need help? check the requirements page.


Get Flash Player