Impacts and dynamics of volcanically-generated jökulhlaups, Eyjafjallajökull, Iceland

Bakgrunnur Verkefnisins

Eyjafallajokull P

Eyjafjallajökull er 1666 m há jökulhulin eldkeila sem aðeins hefur gosið fjórum sinnum svo vitað sé: ~500 AD, ~920 AD, 1612 AD og 1821-23 AD (Guðmundsson o.fl., 2005; Sturkell o.fl., 2009). Sérhvert gos bræddi gríðarmikið magn jökulíss á stuttum tíma sem varð til þess að stór jökulhlaup með 103 -104 m3s-1 hámarksrennsli flæddu yfir nærliggjandi láglendisbyggðir (Guðmundsson o.fl., 2005; Smith & Dugmore, 2006).

Þann 3. mars 2010 barst okkur tilkynning frá Veðurstofu Íslands um að aukin skjálftavirkni hefði mælst undir Eyjafjallajökli undanfarnar vikur. Vegna þess að bæði skjálftavirkni og aflögun jarðskorpunnar jókst á veldisvísu, drógum við þá ályktun að þessi hegðun væri vegna tilvonandi eldgoss. Við ákváðum því að gera leysimælingar af landslaginu (e. Terrestrial Laser Scanner), áður en gosið hæfist frá 9. til 16. mars 2010, af líklegum farvegum tilvonandi jökulhlaupa og tókum dGPS punkta. Þann 20. mars 2010 hófst flæðigos í hlíðum Eyjafjallajökuls við austurjaðar jökulsins (Mynd 1). Þessu gosi lauk þann 12. apríl (VÍ).

Þann 14. apríl (kl. 01:15) hófst sprengigos undir jöklinum sem átti upptök undir toppgíg Eyjafjallajökuls sem er 2,5 km breiður. Innan fárra klukkustunda bræddi gosið sér leið í gegnum 200 m þykka jökulhettuna og varð algerlega freatískt með 8,5 km háum gosmekki. Þessi snögga jökulbráðnun varð til þess að fyrir kl. 07 um morguninn flæddi jökulhlaup úr norðurhluta jökulhettunnar, Gígjökli og úr suðurhlutanum, niður Núpakotsdal. Fyrsta jökulhlaupið úr Gígjökli náði hámarksrennsli í Markarfljóti, 5 klst. síðar og skemmdi þjóðveginn við brúna. Eftir því sem gosstyrkur jókst flæddu fleiri jökulhlaup fram úr Gígjökli sem kaffærðu Markarfljót. Þann 15. apríl, kl. 18:55 flæddi jökulhlaup upp á yfirborð Gígjökuls og rýma varð byggð svæði á Markarfljótssvæðinu. Jökulhlaupið var setmikið, hlaðið moluðum jökulís og einkenndist af seigfljótandi, yfirborðssléttum, ójöfnum flóðfaldi (sem fór fram á 4ms-1) en eftir á fylgdi ólgumeira flæði sem bendir til þess að flóðfaldur jökulhlaupsins hafi verið eðjuflóð.

Við munum gera einstaka úttekt á áhrifum jökulhlaupa á straumvatnskerfi í forgrunni jökla vegna yfirstandandi eldgosa undir jöklum. Öflun hágæða gagna, fyrir og eftir flóð, gerir okkur kleyft að gera straumfræðilíkön með áður óþekktri upplausn og óvenjumikilli nákvæmni í tíma og rúmi. Líkanagerðin mun verða raunhæf þar sem hægt verður að framkvæma líkanareikning og áreiðanleikaprófun. Á heildina litið munum við bæta mjög skilning á ferlum og áhrifum jökulhlaupum vegna eldgosa. Verkefnið fellur beint undir vísindalegar áherslur NERC um Náttúruvár: að minnka líkur á mannfalli og fjárhagstapi vegna náttúruváa. Mæling og líkanagerð af einkennum jökulhlauplínurita mun stuðla að betri hönnun á vegum, brúm og flóðavörnum ásamt því að stuðla að endurbótum á flóðakortum. Niðurstöður verkefnisins munu nýtast vel Veðurstofu Íslands og Almannavörnum sem sjá um stjórnun og vöktun á eldgosa- og vatnavám.

You are viewing the text version of this site.

To view the full version please install the Adobe Flash Player and ensure your web browser has JavaScript enabled.

Need help? check the requirements page.


Get Flash Player